mánudagur, september 19

strangers in the nite

það er með ákveðinni eftirsjá í hjartanu er ég vaska upp leirtauið eftir kvöldið og hendi matarafgöngunum í fullt ruslið.

Eins og AA maðurinn stend ég upp og segi hátt og snjallt fyrir framan allann hópinn;
ég er fallin.

Ég toppaði sjálfa mig á stefnumóti kvöldsins.
Ég skipti 7 sinnum um átfitt en komst svo að þeirri niðurstöðu að kósý flowing og pínu see-thru væri málið.

Ég sauð humarsúpuna, steikti hrefnuna blue, setti salatið í fallega skál með blöndu af 2 dressingum, hitaði karríið, raðaði sushinu og opnaði bjórinn.... gott ef ég kveikt ekki bara á kertum líka.

ég fékk rós.
ekki bara venjulega rós.
bleika rós.
með extra mikilli lykt.
ég ætla að leggja hana í gluggann fyrir ofan rúmið mitt svo ég vakna alveg örugglega
glöð og brosandi....

limminn mætti á slaginu 20.15, rúnturinn passaði akkúrat upp á eina stellu...

mæting á Vojtezck gaf tíma fyrir einn g&t og smá kelerí....

nick cave og gísli og björn hlynur ásamt nínu náðu að vekja upp löngun til kúrs í heita potti með kraftmikilli og dramatískri tónlist...

something in your smile was so exciting....

liminn tók svo kelerís rúnt um miðbæinn....

nick skapaði stemminguna fyrir fallegum eins og í bíómyndunum
vangadansi...

67 mínútum seinna af koddahjali og einlægum augngotum er ég hér.
búin að ganga frá eftir kvöldið.
með rós í kjöltunni.
hálft rauðvínsglas.
ein uppi í rúmi að skoða heimasíðu express og air...
leiðin liggur víst til köben.

hmmmm.... ég held að það sé það eina sem ég get sagt.
stunið með bros á vör og blik í auga.

ég vissi að þetta væri til.

eins og börnin sem trúa á jólasveininn.

ég og rósin erum farin að kúra.....

góða nótt.....
exchanging glances....

up to the moment we said our first hello...

it turned out so right...

for strangers in the night...................................... :)

1 ummæli:

Sigga Dögg sagði...

komið komment og svona fínerí....
endilega kommentið...
það er svo langt síðan ég hef fengið komment....